top of page
Félagsskapur og vinir
Vinir og skólafélagar eru einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á þróun sjálfsmyndar á unglingsárunum.
Unglingar telja mikilvægt að traust sé ríkjandi milli vina og skiptir samvera með vinum þá miklu máli.
Rannsóknir hafa sýnt að vinir hafi þó alltaf einhver áhrif á sjálfsmynd unglinga en samt sem áður mismikil (Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir 2017).
Ástæðan fyrir því að vinir hafa bæði áhrif á sjálfsmynd og hegðun unglinga gæti verið sú að vinir eyða miklum tíma saman og gefast fleiri tækifæri til að hafa áhrif á hvorn annan. Líklegt er að unglingur hermi eftir hegðun vinar ef vináttan er góð og örugg og unglingurinn þráir að vera líkur hinum. Það getur bæði verið jákvætt og neikvætt (Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir 2017).
Ef ungmenni á vin með jákvæða og góða sjálfsmynd getur það smitast út frá sér en ef vinurinn er með slæma sjálfsmynd og lítið sjálfsálit getur það einnig haft neikvæð áhrif.
bottom of page