top of page

Thelma Gunnarsdóttir

Við spurðum Thelmu hvað henni finnst hafa mestu áhrif á sjálfsmynd unglinga. Henni finnst samfélagsmiðlar hafi áhrif en að það sé dýpra en bara samfélagsmiðlar eins og til dæmis uppeldið og hvernig staðan hefur verið fyrstu árin í grunnskóla það gerir mann kannski mis viðkvæman fyrir samfélagsmiðlum ef einstaklingur er ekki sterkur fyrir, þá á hann erfiðara með að höndla áreitið. 

 

Hún taldi helstu ástæðuna fyrir að samfélagsmiðlar hafi svona mikil áhrif á sjálfsmyndina gæti verið af því þeir taka svo mikið pláss og að við erum alltaf að eyða meira og meira tíma á dag inn á samfélagsmiðlum. 

Thelma segir að sjálfsmynd unglinga sé ekkert endilega að aukast á slæman hátt. Það er rosa mikið talað um að það sé að aukast kvíði en rannsóknir hafa ekki verið að sýna það. Henni finnst unglingar í dag miklu öruggari heldur en þegar hún var unglingur, meira þorin og sjálfstæðari. Thelma segir að þeir séu frekar að styrkjast. En þegar unglingum líður illa og sjálfsmyndin fer í klessu þá eru alvarlegri dæmi. Þeir sem eru kvíðnir eru meira kvíðnir en þeir voru áður en ekkert endilega fleiri. 

Að lokum sagði Thelma okkur að það væri hægt að breyta sjálfsmynd sinni með fræðslu á áhrifum samfélagsmiðla, vera meðvitaður um áhrif umhverfisins og fá leiðbeiningar í að einblína á styrkleika sína frekar  en gallana sína. Passa sig hverja maður umgengst og reyna að vera ekki mikið innan um neikvætt umhverfi ef maður hefur val um það. 

 

bottom of page