top of page

Niðurstöður og úrræði

Margt hefur áhrif á sjálfsmynd unglinga.

Svo að unglingar þrói með sér jákvæða sjálfsmynd er mikilvægt að foreldrar beiti leiðandi uppeldisháttum þar sem þeir hafa bein tengsl við myndun jákvæðra sjálfsmynda (Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir 2017).

Vinir, jafningjar, skóli og þeir sem standa unglingum næst spila mikilvægan þátt og eru samfélagsmiðlar orðnir stór þáttur þegar kemur að sjálfsmynd unglinga.

 

 

Úrræði við neikvæðri sjálfsmynd

Margir átta sig ekki á því hversu mikil áhrif einn einstaklingur getur haft á sjálfsmynd annarra. Ef frætt væri um áhrifaþætti þegar kemur að sjálfsmynd unglinga væri sennilega hægt að ýta undir jákvæða sjálfsmynd.

Það er hægt að breyta sjálfsmynd sinni með fræðslu á áhrifum samfélagsmiðla, vera meðvitaður um áhrif umhverfisins og fá leiðbeiningar í að einblína á styrkleika sína frekar en gallana sína. Hægt er að styrkja sjálfsmynd sína m.a. með því að koma auga á þá hæfileika sem maður hefur. Allir hafa einhverja hæfileika sem geta orðið að styrkleikum sé þeim sinnt. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem eru með góða sjálfsmynd ná oft betri árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur, ekki vegna þess að þau séu hæfari en aðrir heldur vegna þess að þau hafa meiri trú á sig sjálf (Katrín Harðardótttir). Sálfræðimeðferð getur verið góður kostur einnig ýmis sjálfstyrkjandi námskeið eins og hugarfrelsi, Dale Carnegie o.fl. Jákvæður lífsstíll þar sem passað er upp á svefn, hreyfingu og næringu getur oft hjálpað mikið og umvefja sig fólki sem hefur góð áhrif á mann og lætur mann líða vel, ef maður hefur val um það (Thelma Gunnarsdóttir).

bottom of page