Clara Sigurðardóttir
January 12, 2002
Ég heiti Clara Sigurðardóttir og er að klára nám við Grunnskóla Vestmannaeyja. Ég flutti til Vestamannaeyja árið 2012 eftir að hafa átt heima í Hafnarfirðinum og hef búið hér síðan. Ég er fædd á Bahamas þar sem foreldrar mínir bjuggu í 2 ár þaðan fluttum við í hafnarfjörðinn þegar ég var 9 mánaða gömul. Ég æfi fótbolta með ÍBV og einnig hef ég verið að fara í verkefni með u-17 ára landsliðinu sem mér þykir virkilega skemmtilegt. Mér þykir endalaust vænt um fjölskyldu, vini mína og vinkonur og nýt ég þess mikið að eyða tíma með þeim.
Harpa Valey Gylfadóttir
May 02, 2002
Ég heiti Harpa Valey Gylfadóttir, ég er fædd í Vestmannaeyjum og hef búið hér síðan ég fæddist og bý hérna með fjölskyldunni minni<3. Ég æfi handbolta með ÍBV og er einnig í u-16 ára landsliðinu sem er að fara á Partille Cup í Svíþjóð í júli. Mér finnst gott og gaman að borða, uppáhalds maturinn minn er ótrúlega mikið en pizzan er alltaf klassisk. Ég er að klára 10.bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja og fer síðan í Framhaldsskólann hérna í eyjum. Stelpan er með æfingarakstur og ég nýti allar dauðar stundir við stýrið. En fæ svo bílprófið 2.mai 2019 #can't wait.
Telma Aðalsteinsdóttir
May 22, 2018
Góðan daginn ég heiti Telma Aðalsteinsdóttir, ég bý í Vestmannaeyjum þangað flutti ég árið 2009 frá Akranesi. Ég æfi handbolta og fótbolta með yndislega liðinu mínu ÍBV. Einnig er ég svolítið öflug í golfi og tek mér stundum nokkra sund spretti í frítímanum. Ég er á lausu eins og er og held öllum möguleikum um samband opnum (899-4613). Að vinna þetta verkefni fannst mér áhugavert og einnig skemmdi það ekki að vera með bestu vínkonum að vinna það.