top of page

Inngangur

Velkomin á síðuna okkar.

Við erum þrjár stelpur að klára 10. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja. Við höfum verið að vinna í lokaverkefni síðastliðnar tvær vikur. Verkefnið fjallar um sjálfsmynd unglinga og helstu áhrifaþætti sjálfsmyndar.

 

Við völdum þetta viðfangsefni vegna þess að okkur fannst það áhugavert, þetta er eitthvað sem margir pæla í en kannski frekar ómeðvitað, fólk pælir mikið í sjálfum sér og veltir fyrir sér hvað því finnst um sjálfan sig án þess að vita afhverju og hvers vegna okkur finnst einhvað flott við sjálfan okkur eða slæmt. Við vorum mjög spenntar fyrir því að læra meira um það. Rannsóknar spurningin okkar er "Hverjir eru helstu áhrifaþættir á sjálfsmynd unglinga?" og var markmið þessara verkefnis að finna út hvað fólki finnst hafa mest áhrif á sjálfsmynd sína. Leiðirnar sem við notuðum til að finna svarið var að útbúa könnun. Við bjuggum til spurningar og deildum þeim á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem vinir okkar gátu svarað þeim, tókum viðtal við Thelmu Gunnars sálfræðing og Kötu Harðar sem er menntaður hugarfrelsiskennari, einnig lásum við okkur mikið til bæði á interetinu og í bók. 

Við vonum að ykkur líki vel við afraksturinn okkar.

bottom of page