top of page

Hvað er sjálfsmynd ?

Sjálfsmynd er einstaklingseinkenni.

Hún speglar hugarfar, eiginleika, ástand, möguleika og takmarkanir á líkamlegu og andlegu sjálfi.

Sjálfsmynd skapast af þeim hugmyndum sem einstaklingur hefur um sjálfan sig og felur í sér öll þau atriði sem hann notar til að skilgreina sjálfan sig og aðgreina frá öðrum (Inga Vildís Bjarnadóttir 2009).

Einstaklingar með heilbrigða sjálfsmynd upplifa líkamlega, andlega og félagslega velferð.

Það sem fólk segir, gerir og hugsar er undir því komið hvaða álit það hefur á sjálfum sér.

Ungt fólk með lélega sjálfsmynd er ólíklegra til að takast við erfiðleika sem að höndum bera lífinu en þeir sem hafa sterka sjálfsmynd.

Flest fólk heldur að ef einhver er með góða sjálfsmynd sé hann að ofmeta sjálfan sig en í raun gefur til kynna að það sé sátt við sjálft sig og gera sér grein fyrir að það hafi hæfileika og takmarkanir (Inga Vildís Bjarnadóttir 2009).

Börn efast einhvern tíma um sjálfsmynd sína. Einna helst gera þau það á unglingsárunum því þá eru þau að finna út hver þau eru, hvernig einstaklingar þau vilja vera og hverja þau vilja umgagast. Það er mjög áberandi í dag að unglingar eigi erfiðara með að telja upp jákvæða hvað varðar sjálfan sig. Börn með neikvæða sjálfsmynd eru ekki viss um í hverju þau eru góð eða hvað þeim finnst gaman að gera og fylgja því oft skoðunum annarra (Hrafnhildur Sigurðardóttir, Unnur Arna Jónsdóttir, 2017:28)

bottom of page