top of page

Við útbjuggum könnun um sjálfsmynd unglinga og deildum henni á facebook síðunum okkar. Alls tóku 161 einstaklingar þátt í könnuninni. 

Fyrsta spurningin var að hvaða kyni einstklingur sé, 69,6% voru kvenkyn, 26,1% var karlkyn og 4,3% annað.

Í annarri spurningu spurðum við um aldur flestu atkvæðin voru 15-18 ára (74,5%) þar á eftir var aldurshópurinn 26 ára og eldri (11,8%). 14 ára og yngri var 6,8%, 19-22 ára var 6,4% og að lokum var hópur á aldrinum 23-25 ára 0,6%.

 

 

 

 

 

 

 

​Spurning þrjú hljómaði svona,
''Er sjálfsmyndin þín góð?''. Svarmöguleikarnir voru: já mjög góð (23,6%), nokkuð góð (42,2%), sæmileg (19,9%), nokkuð slæm (8,7%), nei hún er slæm (5.6%).

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjórða spurningin var ''Finnst þér skipta máli hvað öðrum finnst um þig?''. 73,1 % svöruðu já en 26,9% svöruðu nei.

 

 

 

 

Fimmta spurningin var ''Hvað telur þú að hafi helstu áhrif á sjálfsmynd unglinga''. 39,4% svöruðu að fjölskylda, samfélagsmiðlar, félagsskapur og staðalímyndir hafa mestu áhrifin. 30,6% töldu að samfélagsmiðlar hafi mestu áhrifin. 14,4% völdu félagsskap, 7,5 svöruðu að síminn hafi mestu áhrif. Einnig svöruðu margir aðra valmöguleika.

 

 

 

 

​Í síðustu spurningunni spurðum við hvort þú myndir vilja breyta einhverju við sjálfan þig. Þar svöruðu 68,1% já og 31,9% nei.

bottom of page