top of page

Fjölskylda

Foreldrar geta haft mikil áhrif á  sjálfsmynd unglinga.

Sýnt hefur verið fram á að foreldrar geta haft áhrif á sjálfsmynd barna sinna, bæði á jákvæðan hátt og neikvæðan. Fjölskylduaðstæður skipta máli en uppeldishættir foreldra eru taldir skipta mestu máli þegar kemur að þróun sjálfsmyndar barna (Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir 2017).

Samband unglinga við foreldra og vini er talið vera áhrifamikill þáttur í sjálfsmati þeirra. Rannsókn sem var gerð 2008-2009 gefur til kynna að unglingar sem eru í nánum tengslum við foreldra sína eru síður líklegir til að eiga við félagsleg og sálræn vandamál að stríða,

og þar á auki minni líkur á að vera með slæma sjálfsmynd (Inga Vildís Bjarnadóttir 2009). Einnig tekur Ingibjörg Ósk undir þá rannsókn og segir að unglingar sem ganga í gegnum að þurfa horfa uppá foreldra sína slíta sambandi eða eiga slæm samskipti þeirra á milli auðveldar fyrir unglingnum að vera með  slæma sjálfsmynd (Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir 2017).

Áhrif foreldra á sjálfsmynd unglinga og barna geta bæði verið bein og óbein. Börn vilja standast allar væntingar foreldra sinni ef þau hinsvega upplifa sig ekki geta það eru töluvert meiri líkur á að ungt fólk myndi með sér neikvæða sjálfsmynd, hinsvegar ef foreldrar sýna stuðning, eru ekki með of miklar væntingar og setji pressu á börn sín er líklegra að þau hafi jákvæða sjálfsmynd (Ingibjörg Ósk Ólafsdóttir 2017).

bottom of page