Katrín Harðardóttir
Sjálfsmynd er ekki meðfædd heldur mótast hún alla ævi út frá þeirri reynslu sem viðkomandi verður fyrir. Samfélagsmiðlar, skoðanir annarra og vinir eru þeir þættir sem hafa mestu áhrif á sjálfsmynd unglinga að mínu mati, segir Katrín.
Samfélagsmiðlar eins og Instagram, Snapchat og Facebook eru þeir miðlar sem unglingar nota mikið, Þar er lífið í beinni ef svo má að orði komast. Allir vita orðið allt um alla og flestir vilja vera eins. Þar af leiðandi hafa þessir miðlar mikil áhrif. Í þessu samhengi er gaman að segja frá því að árið 1969 var lent á tunglinu í fyrsta skipti og að því tilefni teknar örfáar myndir sem eru enn til. Í dag fer hins vegar unglingsstúlka varla inn á baðherbergi án þess að taka nokkrar sjálfsmyndir í leiðinni.
Katrín segir að í hennar starfi finnist henni að kvíði sé algengari meðal unglinga í dag heldur en fyrir 20 árum þegar hún byrjaði að kenna. Hún heldur að stöðugur samanburður við aðra ýti þar undir. Það er með öllu óraunhæft að bera sig saman við aðra. Því það er enginn annar til í heiminum eins og þú. En það er líka margir unglingar í dag með sterka sjálfsmynd og þora að vera þau sjálf óháð því hvað öðrum finnst.
Hægt er að styrkja sjálfsmynd sína m.a. með því að koma auga á þá hæfileika sem maður hefur. Allir hafa einhverja hæfileika sem geta orðið að styrkleikum sé þeim sinnt. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem eru með góða sjálfsmynd ná oft betri árangri í því sem þau taka sér fyrir hendur, ekki vegna þess að þau séu hæfari en aðrir heldur vegna þess að þau hafa meiri trú á sig sjálf.