top of page

Samfélagsmiðlar

Unglingar nú til dags horfa mikið á sjónvarp,  flestir hafa aðgang að tölvum, farsímum og einnig er gefin út  tónlist og tímarit í miklu magni. Hugmyndir eru að samfélagsleg viðhorf sem samfélagsmiðlar og fjölmiðlar koma á framfærir hafi áhrif á hvernig sjálfsmynd einstaklinga þróast.

Auglýsingar í fjölmiðlum beinast að stórum hópi unglinga. Rannsakendur hafa komist að því að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar geta haft neikvæð áhrif á sálræna líðan unglinga, þeir geta ýtt undir átröskunarsjúkdóma, lélega líkamsímynd, og leitt til neikvæðra staðalímynda fyrir bæði kyn (Inga Vildís Bjarnadóttir 2009).

Á netinu fá unglingar hugmynd um það að hvernig þeir líta út í smanburði við jafningja og fræga einstaklinga, og getur það leitt til ranghugmynda og óhamingju með eigin líkama (Sjöfn Ólafsdóttir 2015).

 

Hin eina sanna Kim Kardashian West, birti mynd á tveimur vinsælustu samfélagsmiðlunum í heimi Facebook og Instagram, en þar er hún að auglýsa sleikjó sem á að láta mann missa matarlyst og grennast. Einnig er Kim með 111 milljón fylgjendur á Instagram og þar af leiðandi mikið af aðdáendum. Kim er fyrirmynd margra og með því að auglýsa þessa markaðsetningu er hún að stóla á útlit og líkamsbyggingu ungs fólks.

bottom of page